2007-11-20 15:35:26 CET

2007-11-20 15:35:26 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Englanti Islanti
Hf. Eimskipafélag Íslands - Fyrirtækjafréttir

ABN AMRO Bank hefur sölu á 300 milljóna evru lánalínu fyrir Eimskip


Hf. Eimskipafélag Íslands samdi fyrr á árinu við ABN AMRO Bank í London um
lánsheimild upp á allt að 300 milljónir evra til fimm ára eða sem samsvarar um
27 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða svokallað sambankalán en nú er
hafin sala á láninu áfram til annarra banka og fjármálastofnanna. 

Lánalínan verður nýtt til endurfjármögnunar, til rekstrar og til frekari vaxtar
en Eimskip leitar stöðugt leiða til að styrkja öflugt flutninganet félagsins
enn frekar. Lánalínan kemur til með að gefa Eimskip aukinn fjármálalegan
sveigjanleika samhliða auknum umsvifum. 

Vaxtakjör lánsins eru tengd skuldasetningu félagsins hverju sinni og eru á
bilinu 125 til 225 punktar ofan á grunnvexti. 
 
Um Eimskip
Eimskip býður viðskiptavinum heildarlausnir í flutningum, þ.m.t.
skipaflutninga, flugflutninga og landflutninga, með sérstakri áherslu á
hitastýrða flutninga og geymslu, Eimskip rekur um 280 starfsstöðvar í um 30
löndum. Fyrirtækið er með 50 skip í rekstri, 2.000 flutningabíla og tengivagna
og um 180 frystigeymslur. Starfsmenn eru um 14.000. 

Nánari upplýsingar gefa:
Stefán Á Magnússon fjármálastjóri Eimskips, sími:+ 354 525 7202
Mark Vincent, ABN AMRO, sími:+ 44 (0) 20 7678 5099
Nigel Tuck, ABN AMRO, sími: +44 (0) 20 7678 6020