2016-08-31 19:09:14 CEST

2016-08-31 19:09:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Ársreikningur

Afkoma Arion banka á fyrri árshelmingi 2016


Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna
samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár
var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af
reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á
fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8%
samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015. 

Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0
milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum
króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur
bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í
aðdraganda afnáms fjármagnshafta. 

Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015.
Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok
2015. 

Helstu rekstrar- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna                          1H 2016  1H 2015  2F 2016  2F 2015
Hreinar vaxtatekjur                         14.626   13.175    7.353    7.392
Hreinar þóknanatekjur                        6.747    7.434    3.528    3.677
Hreinar fjármunatekjur                       3.495    9.723    3.796    2.184
Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga          694    4.217       17        6
Aðrar rekstrartekjur                         1.861    1.523      626    1.032
-----------------------------------------------------------------------------
Rekstrartekjur                              27.423   36.072   15.320   14.291
Laun og launatengd gjöld                   (8.426)  (7.167)  (4.318)  (3.675)
Annar rekstrarkostnaður                    (6.970)  (6.004)  (3.736)  (3.108)
Bankaskattur                               (1.485)  (1.389)    (743)    (659)
Hrein virðisbreyting                           945     (81)    1.448  (1.863)
-----------------------------------------------------------------------------
Hagnaður fyrir skatta                       11.487   21.431    7.971    4.986
Tekjuskattur                               (2.091)  (2.367)  (1.354)    (647)
Afkoma af aflagðri starfsemi eftir skatta      363      262      259       79
-----------------------------------------------------------------------------
Hagnaður tímabilsins                         9.759   19.326    6.876    4.418
-----------------------------------------------------------------------------
                                                                             
-----------------------------------------------------------------------------
                                                                             
Helstu kennitölur                                                            
Arðsemi eigin fjár                            9,5%    22,8%    13,3%    10,2%
Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir              3,1%     3,0%     3,1%     3,3%
Kostnaðarhlutfall                            56,1%    36,5%    52,6%    47,5%
Tier 1 hlutfall                              26,8%    21,8%    26,8%    21,8%



Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur
bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt
óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán
bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur
aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta
fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu. 

Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru
fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar
væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum
félögum. Arion banki sá um allar nýskráninar í kauphöll á árinu 2015 en engar
skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur
bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst
og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna
umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á
Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla
daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í
Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi. 

Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum
í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til
breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem
var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar
og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er
umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á
íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“ 



Fundur með markaðsaðilum

Arion banki mun halda símafund á ensku fyrir markaðsaðila, fimmtudaginn 1.
september, klukkan 13:00. Á fundinum mun Stefán Pétursson, fjármálastjóri Arion
banka, fara yfir helstu atriði í uppgjöri bankans. Áhugasamir geta sent
tölvupóst á ir@arionbanki.is og fá í kjölfarið sendar nánari upplýsingar
varðandi þátttöku á símafundinum. 



Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka,
haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.