2007-11-16 18:14:11 CET

2007-11-16 18:14:11 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. - Fyrirtækjafréttir

- Stephen Jack tekur við Fjárstýringu hjá Straumi


REYKJAVÍK & LONDON -Stephen Jack, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs
Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, tekur við stjórn Fjárstýringar hjá
bankanum, þar á meðal Fjárfestatengslum. Þessi viðbót við starf hans fylgir í
kjölfar uppsagnar Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, sem hefur verið
framkvæmdastjóri Fjárstýringar frá árinu 2005. 

William Fall, forstjóri Straums: „Það er okkur ánægjuefni að Stephen skuli hafa
samþykkt að útvíkka hlutverk sitt og taka við stjórnartaumunum hjá
Fjárstýringu. Starfsemi Straums hefur breyst mjög mikið á undanförnum tólf
mánuðum og samhæfð stjórnun fjármálasviða bankans er lykillinn að því að auka
hag hluthafa okkar til langs tíma litið. Við erum staðráðin í því breikka
hluthafahóp okkar til alþjóðlegra markaða og koma á föstu sambandi við
greiningardeildir alþjóðlegra verðbréfamiðlana. Stephen hefur þá reynslu og
hæfni sem þarf, til að ná þessum markmiðum. 

Við viljum þakka Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur fyrir störf hennar hjá bankanum
og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.“ 

Frá árinu 2004 til ársins 2006 gegndi Stephen starfi framkvæmdastjóra
fjármálasviðs hjá Collins Stewart Tullett plc. Áður var hann framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Tullett & Tokyo Liberty plc til þriggja ára og í tvö ár hjá ING
Barings. Þar áður gegndi hann ýmsum stjórnunarstöðum á fjármálasviði Dresdner
Kleinwort Benson í 13 ár. 

Nánari upplýsingar veitir: 
Georg Andersen (georg@straumur.net) 
Forstöðumaður fjárfestatengsla 
S. 585 6707.