2014-02-10 13:59:05 CET

2014-02-10 14:00:06 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Reitun hefur uppfært lánshæfismat á Arion banka hf.


Mat Reitunar á lánshæfi Arion banka er i.BBB1 með jákvæðum horfum og
lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa bankans er i.AA2. Lánshæfismatið er það
sama og í júlí 2013 en einkunnaskali Reitunar hefur breyst. Lánshæfismat
bankans og sértryggðra skuldabréfa hans verður uppfært í kjölfar birtingar á
ársreikningi ársins 2013. 

Í greiningu Reitunar kemur fram að bankinn sé langt kominn með að leysa úr
vandamálum tengdum bankahruninu. Gæði lánasafnsins fara batnandi og
fjárhagslegur styrkleiki bankans hefur aukist. Afkoma tengd kjarnastarfsemi er
góð og samkeppnisstaðan sterk. Lok fjárhagslegar endurskipulagningar nokkurra
stórra aðila, sem unnið hefur verið að, mun styrkja kennitölur. Gangi það eftir
í samræmi við áætlun mun einkunn bankans hækka. 

Sérstakar aðstæður á Íslandi, s.s. gjaldeyrishöft, uppgjör við kröfuhafa og
pólitísk óvissa, hafa neikvæð áhrif á alþjóðlegt lánshæfismat íslenskra aðila,
þ.e. ríkissjóð, fyrirtæki og sveitarfélög. Þessar aðstæður munu því hafa
neikvæð áhrif á kjör bankans á erlendum lánamörkuðum. 

Framtíðarhorfur bankans eru góðar, þó íslenska hagkerfið sé sveiflukennt.


Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, s. 856 7108, haraldur.eidsson@arionbanki.is.