2015-08-31 11:27:12 CEST

2015-08-31 11:28:13 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Eimskipafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Eimskip hefur hætt við smíði á seinna skipinu í Kína


Árið 2011 samdi Eimskip við skipasmíðastöð í Kína um smíði á tveimur
gámaskipum. Fyrra skipið Lagarfoss var afhent félaginu í júní á síðasta ári og
hefur það reynst mjög vel í rekstri félagsins. Smíði á seinna skipinu hefur
ekki gengið  samkvæmt áætlun og ljóst er að frekari tafa er að vænta. Félagið
hefur nú ákveðið að nýta sér rétt sinn í samningnum við skipasmíðastöðina og
hætta við smíðina. Eins og kveðið er á í samningum mun Eimskip krefjast
endurgreiðslu á 13.1 milljón USD (auk vaxta) sem félagið hefur lagt út vegna
smíðinnar og er sú fjárhæð tryggð með bankaábyrgð. 

Eimskip mun í framhaldinu skoða aðra möguleika í fjárfestingu á sambærilegu
skipi. 



Um Eimskip

Eimskip rekur 56 starfsstöðvar í 19 löndum og er með 18 skip í rekstri. Félagið
hefur á að skipa um 1.520 starfsmönnum. Um helmingur tekna félagsins kemur frá
starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi
flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga
þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.