2015-06-30 11:23:57 CEST

2015-06-30 11:24:58 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Moody's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs


Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's tilkynnti um hækkun á lánshæfiseinkunn
Ríkissjóðs Íslands í Baa2 úr Baa3. Horfur verða áfram stöðugar. 

Í fréttatilkynningu frá Moody's kemur fram að ákvörðun um hækkun
lánshæfismatsins byggist á þremur lykilþáttum: 


  1. Vandlega undirbúnar aðgerðir hafa verið kynntar til að losa fjármagnshöft
     sem gera ráð fyrir að draga úr viðkvæmri erlendri stöðu þjóðarbúsins
     samhliða því að standa vörð um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika.
  2. Væntingar um bætta skuldastöðu Ríkissjóðs Íslands á næstu þremur til fjórum
     árum vegna öflugs hagvaxtar, frekara aðhalds í ríkisfjármálum og
     fyrirframgreiðslu skulda ríkissjóðs.
  3. Bætt umgjörð þjóðhags- og eindarvarúðarreglna sem miða að því að varðveita
     fjármálastöðugleika til framtíðar.

Moody's hefur einnig hækkað landseinkunnina fyrir erlendar skuldir til langs
tíma og skamms tíma og innstæður í Baa2/P-2 úr Baa3/P-3 og landseinkunnina
fyrir skuldir og innstæður í innlendri mynt í Baa1 úr Baa2. 





Fréttatilkynningu Moody's má nálgast í viðhengi