2016-10-14 18:10:57 CEST

2016-10-14 18:10:57 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Íslandsbanki og Landsbankinn gera með sér samning um viðskiptavakt á sértryggðum skuldabréfum


Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. hafa gert með sér samning um viðskiptavakt
á sértryggðum skuldabréfum Íslandsbanka á Nasdaq Iceland.

Tilgangur þessa samnings er að efla viðskipti með þau skuldabréf sem
samningurinn tekur til, auka seljanleika þeirra á eftirmarkaði og stuðla að
eðlilegri verðmyndun.

Landsbankinn mun daglega setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin fyrir
opnun markaða. Fyrir markflokka gildir að ef útistandandi nafnvirði er minna en
10 ma. kr. skal fjárhæð tilboða vera 60 m.kr. en 80 m.kr. þegar stærð flokks
hefur náð 10 ma. kr. að nafnvirði. Fyrir aðra flokka skal lágmarksfjárhæð
tilboða 20 m.kr.  Skuldabréfaflokkarnir ISLA CB 19, ISLA CB 23, ISLA CBI 22 og
ISLA CBI 26 eru markflokkar.

Hámarksmunur kaup- og sölutilboða fer eftir árafjölda til lokagjalddaga á
hverjum tíma sbr. neðangreinda töflu. Miða skal við árafjölda til gjalddaga. Á
gildistíma samnings skal hámarksmunur kaup og sölutilboða breytast í samræmi við
tíma sem eftir er til gjalddaga sbr. neðangreinda töflu.


+----------------------------+--------------------------------------+
|Eftirstandandi líftími bréfs|Hámarksverðbil á kaup- og sölutilboðum|
+----------------------------+--------------------------------------+
|       0 - 6 mánuðir        |   Enginn skilgreindur hámarksmunur   |
|                            |                                      |
|      6 mánuðir - 2 ár      |                0,20%                 |
|                            |                                      |
|          2 - 4 ár          |                0,30%                 |
|                            |                                      |
|          4 -6 ár           |                0,35%                 |
|                            |                                      |
|          6 - 9 ár          |                0,60%                 |
|                            |                                      |
|          9 -12 ár          |                0,70%                 |
|                            |                                      |
|         12 - 18 ár         |                1,00%                 |
|                            |                                      |
|      18 ár eða lengra      |                1,15%                 |
+----------------------------+--------------------------------------+


Hámarksfjárhæð heildarviðskipta sem Landsbankanum er skylt að eiga með
skuldabréfaflokka sem falla undir þennan samning hvern dag á samningstímanum
skal vera samtals 500 milljónir króna að nafnvirði samanlagt í öllum
skuldabréfaflokkum.

Íslandsbanki mun veita Landsbankanum aðgang að verðbréfalánum. Hámarkslán til
Landsbankans í hverjum flokki sértryggðra skuldabréfa er 320 m.kr. að nafnverði
fyrir markflokka en 80 m.kr. að nafnvirði fyrir aðra flokka.

Nánari upplýsingar veita:

  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, ir@islandsbanki.is og í síma 440 3187.
  * Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is og í síma
    440 4005.


[]