2015-06-30 15:22:05 CEST

2015-06-30 15:23:06 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki gefur út skuldabréf í norskum krónum


Arion banki lauk í dag skuldabréfaútgáfu í norskum krónum. Samtals voru gefin
út skuldabréf fyrir 500 milljónir norskra króna til fimm ára. Skuldabréfin bera
fljótandi NIBOR vexti að viðbættu 2,95% vaxtaálagi. Arion banki hefur á sama
tíma gert skiptasamning sem þýðir að hluti vaxta og höfuðstóls er skipt í
evrur. Vaxtakjör í evrum eru fljótandi EURIBOR + 2,74%. Umframeftirspurn var
eftir skuldabréfunum. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi, Danmörku og á meginlandi Evrópu. Pareto Securities sá um sölu
skuldbréfanna. 

Samhliða skuldabréfaútgáfunni nú hefur Arion banki keypt til baka NOK 260
milljónir af skuldabréfaútgáfu frá árinu 2013. Arion banki hafði áður keypt 59
milljónir, og hefur bankinn samtals keypt NOK 319 milljónir tilbaka af NOK 500
milljón króna útgáfu frá árinu 2013. 

Arion banki hefur einnig í dag greitt um 10 milljarða króna fyrir gjalddaga af
víkjandi láni frá ríkissjóði. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn
greiðir fyrirframgreiðslu af víkjandi láni, og hefur samtals greitt um 20
milljarða af um 30 milljarða víkjandi láni. Lánið var veitt í upphafi árs 2010
í tengslum við endurfjármögnun bankans. 

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Magnús Jensson,
eirikur.jensson@arionbanki.is, s: 856 7468.