2012-08-24 13:55:39 CEST

2012-08-24 13:56:40 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Þrír nýir áfangastaðir bætast við alþjóðlegt leiðakerfi félagsins á næsta ári


Anchorage í Alaska, St. Pétursborg í Rússlandi og Zurich í Sviss

Ákveðið hefur verið að hefja áætlunarflug til þriggja nýrra áfangastaða í
millilandaflugi félagsins á næsta ári. Það eru borgirnar Anchorage í Alaska,
St. Pétursborg í Rússlandi og Zurich í Sviss. Unnið er að frágangi
heildarflugáætlunar fyrir árið 2013 og verður hún kynnt á næstunni. 

Flugið til Anchorage hefst 15. maí og flogið verður tvisvar í viku til 15.
september. Með fluginu eru nýttir þeir möguleikar sem felast í leiðakerfi
félagsins og flugfarþegum á leið milli Alaska og Evrópu boðin styttri og
hagkvæmari ferðatilögun en áður þekkist. Auk þess höfða Alaska og Ísland um
margt til sömu markhópa sem spennandi áfangastaðir fyrir útivistarfólk og
náttúruunnendur. 

Flugið til St. Pétursborgar hefst 1. júní og flogið verður tvisvar í viku til
17. september. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint áætlunarflug á
milli Íslands og Rússlands og því um tímamót í samgöngusögunni að ræða. Með
fluginu eru einnig nýttir þeir möguleikar sem felast í leiðakerfi félagsins og
tengiflugi milli Rússlands og Bandaríkjanna. 

Flugið til Zurich verður tvisvar í viku frá 1. júní til 14. september. Flugið
mun styrkja félagið á ferðamannamarkaðinum í Mið-Evrópu og jafnframt auka
valkosti félagsins í fluginu milli Norður-Ameríku og Evrópu.