2008-01-10 10:58:11 CET

2008-01-10 10:58:11 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Exista hf. - Fyrirtækjafréttir

Staða lausafjár og fjármögnun


Exista hf. birtir í dag upplýsingar um stöðu lausafjár og fjármögnunar í árslok
2007. 

Hinn 31. desember 2007 hafði Exista tryggt lausafé sem svarar til
endurfjármögnunarþarfar félagsins til næstu 50 vikna, og til næstu 42 vikna ef
öll skuldbinding félagsins í fyrirhuguðu forgangsréttarútboði Kaupþings banka
(35 milljónir hluta) er meðtalin. Tryggt lausafé telst reiðufé,
samningstryggðar lánalínur og verðbréf hæf til endurhverfra viðskipta. Með
tryggu lausafé eru ekki talin önnur auðseljanleg verðbréf, tekjur af
tryggingarekstri og eignaleigustarfsemi, né væntanlegar arðgreiðslur frá eignum
svo sem Sampo Group, Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Storebrand. 

Endurfjármögnunarþörf fyrir árið 2008 nemur samtals 1,2 milljörðum evra og
fellur að meirihluta til á síðari helmingi ársins. Exista aflaði lánsfjár fyrir
samtals 4,3 milljarða evra á árinu 2007 og hefur markvisst unnið að því að auka
dreifingu og breidd í fjármögnun félagsins. Yfir 70% heildarlána félagsins er
aflað á alþjóðlegum mörkuðum. 

Exista mun birta reikninga fyrir árið 2007 hinn 31. janúar nk. þar sem nánar
verður fjallað um fjármögnun félagsins og lausafjárstöðu. 


Frekari upplýsingar veitir:
Exista hf. 
Sigurður Nordal
framkvæmdastjóri samskiptasviðs
ir@exista.com                                        550 8620 / 860 8620


Um Exista
Exista hf. starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum vátrygginga og eignaleigu,
meðal annars undir merkjum VÍS, Lífís og Lýsingar. Exista er jafnframt
alþjóðlegur fjárfestir og meðal annars kjölfestueigandi í Sampo Group,
Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Skiptum. 

Upplýsingar um Exista hf. er að finna á vefsíðu félagsins www.exista.is.