2007-11-09 15:12:32 CET

2007-11-09 15:12:32 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Glitnir banki hf. - Fyrirtækjafréttir

- Innlausnarverð minnihluta í Glitnir Oyj ákveðið 8,0 evrur á hlut


Gerðardómur skipaður af finnska viðskiptaráðinu úrskurðaði þann 9. nóvember
2007 að innlausnarverð hlutabréfa í Glitni Oyj, finnsku dótturfélagi Glitnis
banka h.f. (sem fram til 11. október 2007 hét FIM Group Oyj) skuli vera 8,0
evrur á hlut. Innlausnarverð sem samþykkt er af skipuðum gerðardómi er sama
verð og Glitnir banki h.f. bauð í yfirtökutilboði til hluthafa félagsins.
Gerðardómurinn hafnaði kröfum sóknaraðila um lögfræðikostnað. 

Innlausnarverð ásamt vöxtum verður greitt þeim fyrrum hluthöfum sem sóttumálið
innan mánaðar frá gildistöku úrskurðar gerðardómsins. Samkvæmt finnskum
hlutafélagalögum hafa málsaðilar 60 daga frá úrskurðardegi til að áfrýja
niðurstöðu gerðardómsins. 


Glitnir Oyj


Nánari upplýsingar veitir:

Mari Tyster, Head of Group Legal and Compliance, sími +358 9 6134 6416
Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími 440-4989