2014-06-05 11:17:35 CEST

2014-06-05 11:18:35 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsbankinn hf. - Fyrirtækjafréttir

Landsbankinn hf. selur 9,9% hlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. og 27,6% hlut í IEI slhf.


Landsbankinn hefur selt 9,9% eignarhlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. og
allan eignarhlut sinn í IEI slhf., eða sem nemur 27,6% en í árslok 2013 var FSÍ
skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf.  Heildarsöluandvirðið er rúmlega
7 milljarðar króna og eru kaupendur í hópi núverandi hluthafa FSÍ og IEI, en
hluthöfum í fyrrgreindum félögum voru boðnir hlutirnir til kaups í samræmi við
samkomulag þess efnis. 

Landsbankinn var fyrir viðskiptin stærsti hluthafi beggja félaga með 27,6%
eignarhlut í hvoru þeirra, en er að þeim loknum annar stærsti hluthafinn í FSÍ,
með 17,7% eignarhlut. Landsbankinn á að sölunni lokinni ekki hlut í IEI slhf. 

Landsbankinn mun bókfæra samtals um 4,9 milljarða króna hagnað á öðrum
ársfjórðungi vegna viðskiptanna og gangvirðisbreytinga á þeim hlut sem bankinn
heldur eftir. 

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með sölunni fyrir hönd Landsbankans
hf. 



Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans:

„Stefna Landsbankans er að selja þær eignir í óskyldum rekstri sem bankinn kann
að eignast og hefur mikill árangur náðst á því sviði á undanförnum árum.
Landsbankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia til Framtakssjóðsins árið 2010 og
eignaðist við það um 27,6% í félaginu. Sú ráðstöfun hefur skilað bankanum
miklum ávinningi og FSÍ hefur gengt mjög mikilvægu hlutverki í endurreisn
íslensks atvinnulífs. Salan nú mun styrkja stöðu bankans, bæði til skemmri og
lengri tíma.“ 



Nánari upplýsingar veitir

Kristján Kristjánsson - pr@landsbankinn.is, 410 4011 & 899 9352