2007-11-02 08:49:16 CET

2007-11-02 08:49:16 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
FL GROUP hf. - Árshlutareikningar

FL Group hf. - 9 mánaða uppgjör


Afkoma neikvæð um 4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins
- Miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafa áhrif á afkomu -
- Fjárhagsstaða sterk og rekstur stærstu eigna félagsins góður  -



Helstu fjárhagsleg atriði
Afkoma FL Group var neikvæð um 4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og
neikvæð um 27,1 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi, sem endurspeglar þá
leið félagsins að færa allar skráðar eignir á markaðsvirði. 

Heildareignir jukust um 40,5% á fyrstu níu mánuðum ársins og námu 369,4
milljörðum króna, samanborið við 262,9 milljarða króna í lok árs 2006. 

Eigið fé var 149,2 milljarðar króna í lok fjórðungsins, sem er aukning um 6,5
milljarða króna frá árslokum 2006.  Í október var gefið út nýtt hlutafé að
fjárhæð 7,9 milljarða króna í tengslum við kaup félagsins á
Tryggingamiðstöðinni. Pro-forma eigið fé eftir þá aukningu er 157,1 milljarðar
króna. 

Fjárhagsstaða og fjárfestingageta er áfram góð, eiginfjárhlutfall í lok
tímabils er 40,4% og lausafjárstaða 29,5 milljarðar króna. 

Óskráðar eignir félagsins hafa verið varfærnislega endurmetnar og verðmæti
þeirra aukið um 3,0 milljarða króna. 

Mikill vöxtur félagsins, ásamt einskiptis kostnaði og reiknuðum kostnaði vegna
kauprétta, sem nemur 1 milljarði króna frá áramótum, skýra aukinn
rekstrarkostnað. 


Helstu atriði úr rekstri félagsins
Samhliða öflugum vexti félagsins var skipulag þess straumlínulagað og í
kjölfarið kynnt á árlegum fjárfestadegi í London. 

Þrýst var á stjórn AMR um að aðskilja vildarklúbb félagsins frá flugrekstri og
losa þannig um umtalsverð verðmæti. FL Group telur að dulin verðmæti hjá
félaginu nemi a.m.k. 4 milljörðum bandaríkjadala. 

Kaup á 83,7% hlut í Tryggingarmiðstöðinni á fjórðungnum. Með viðbótarkaupum í
október er heildareignarhlutur FL Group 97,9%. Félagið verður hluti af
samstæðureikningi FL Group á fjórða ársfjórðungi. 

Viðræður við stjórn Inspired Gaming Group tilkynntar, vegna óskuldbindandi
tilboðs til hluthafa félagsins. 

Hannes Smárason, forstjóri FL Group: 

“Órói var á erlendum fjármálamörkuðum á fjórðungnum sem endurspeglaðist í
tímabundnum sveiflum á okkar eignasafni. Þar sem allar verðsveiflur á okkar
fjárfestingum í skráðum félögum koma fram í rekstrarreikningi eru áhrifin mjög
sýnileg í afkomu félagsins á fjórðungnum. 

Hinsvegar er rekstur helstu eigna félagsins góður og sjáum við í þeim mikil
tækifæri til verðmætaaukningar. Við munum halda áfram að styrkja okkar
eignasafn og auka fjölbreytni þess og nýleg kaup á Tryggingarmiðstöðinni
undirstrika þá stefnu okkar. FL Group er vel í stakk búið til frekari vaxtar,
þar sem áfram er lögð áhersla á vel skilgreinda fjárfestingastefnu með það
markmið að nýta vel áhugaverð tækifæri á markaði og að hlúa vel að
lykilfjárfestingum.“ 


Frekari upplýsingar

Halldór Kristmannsson                                                          
              Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs 
Sími: 5914400 /6694476 
Tölvupóstur: halldor@flgroup.is 


Um FL Group
FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið,
FIG, Private Equity og Capital Markets.  FIG hefur umsjón með
áhrifafjárfestingum í fjármálafyrirtækjum, tryggingafélögum og fjármálum. 
Private Equity heldur utan um óskráðar eignir félagsins ásamt skráðum eignum
sem falla að fjárfestingarstefnu félagsins.  Capital Markets svið félagsins
hefur umsjón með markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og
framkvæmd afleiðu- og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins 

Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í
London og Kaupmannahöfn. FL Group fjárfestir í félögum um allan heim en leggur
sérstaka áherslu á fjárfestingar innan Evrópu. FL Group er skráð á OMX Nordic
Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000
talsins. 

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.