2009-12-18 10:52:55 CET

2009-12-18 10:53:55 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning vegna útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa


Íbúðalánasjóður hefur frá byrjun ársins 2009 verið með í skoðun útgáfu á nýjum
flokki íbúðabréfa, í samræmi við tilkynningu sem birt var á Kauphöllinni þann
12.2.2009. Þar kom m.a. fram að til stæði að kanna möguleika á útgáfu á lengri
flokki íbúðabréfa en nú er. 

Frá ársbyrjun 2009 hefur ríkt umtalsverð óvissa varðandi útgáfu íbúðabréfa í
tengslum við hugsanleg kaup Íbúðalánasjóðs á fasteignaveðlánasöfnum banka og
sparisjóða, í samræmi við lög nr. 125/2008, reglugerð nr. 1081/2008 og reglur
stjórnar Íbúðalánasjóðs um kaupin. Í fjárlögum ársins 2009 var gert ráð fyrir
heimild sjóðsins til að kaupa lánasöfn fyrir allt að 100 milljarða króna en
einnig kom fram að sú tala gæti  orðið hærri eða lægri. Kaup sjóðsins hafa, að
svo komnu máli, verið mun lægri eða samtals um 14 milljarðar króna.
Íbúðalánasjóður útilokar þó ekki að sú tala geti hækkað. 

Þá hefur einnig ríkt nokkur óvissa varðandi áhrif vanskil, frystingar lána og
annarra greiðsluerfiðleikaúrræða á greiðsluflæði sjóðsins. Íbúðalánasjóður
telur þó að þau áhrif séu ekki verið mikil enn sem komið er. 

Í ljósi þessa hefur sjóðurinn fallið frá hugmyndum um útgáfu á nýjum flokki
íbúðabréfa á árinu 2009 og á fyrri hluta ársins 2010, en gerir ráð fyrir að
endurskoða málið á síðari hluta ársins 2010.