2011-03-18 19:16:40 CET

2011-03-18 19:17:40 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Aðalfundur 2011



ICELANDAIR GROUP HF. - AÐALFUNDUR 18. MARS 2011

Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum:

Tillögur

a. Ársreikningur (liður 2)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ársreikningur
fyrir árið 2010 verði samþykktur. 

b. Arður (liður 2)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ekki verði
greiddur arður vegna rekstrarársins 2010. 

c. Þóknun til stjórnarmanna (liður 3)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að þóknanir til
stjórnarmanna verði óbreyttar: Stjórnarmenn fái 160 þúsund krónur á mánuði,
formaður fái 320 þúsund krónur á mánuði og varamenn fái 80 þúsund krónur fyrir
hvern setinn fund. Þó fái varamenn aldrei hærri laun mánaðarlega en
stjórnarmenn. 

d. Starfskjarastefna (liður 4)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi
starfskjarastefna, sem er óbreytt frá síðasta fundi, verði samþykkt. 

e. Endurskoðandi (liður 6)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að KPMG hf. verði
endurskoðunarfyrirtæki félagsins, en að Alexander Eðvardsson og Guðný Helga
Guðmundsdóttir muni annast endurskoðunina f..h. KPMG. 

f. Heimild til kaupa á eigin bréfum (liður 7)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að félaginu verði
heimilt að kaupa allt að 10% af eigin bréfum, skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 um
hlutafélög. Verð bréfanna skal miðað við síðasta skráða dagslokagengi á markaði
áður en samningur var gerður. 

Á fundinum voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn og varastjórn félagsins:

Aðalastjórn

Finnbogi Jónsson, kennitala: 180150-2429
Herdís Dröfn Fjeldsted, kennitala: 210971-4329
Katrín Olga Jóhannesdóttir, kennitala: 010862-7369
Sigurður Helgason, kennitala: 010546-2069
Úlfar Steindórsson, kennitala: 030756-2829

Varastjórn

Anna Guðný Aradóttir, kennitala: 110156-7669
Auður Björk Guðmundsdóttir, 150866-4059
Magnús Magnússon, kennitala: 160965-4799

Á fundi stjórnar að loknum aðalfundi var Sigurður Helgason kjörinn formaður og
Finnbogi Jónsson, varaformaður 

Stjórnin