2016-10-25 18:15:01 CEST

2016-10-25 18:15:01 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Standard & Poor’s hækkar lánshæfismat Arion banka


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað lánshæfismat
Arion banka úr BBB- í BBB með jákvæðum horfum. Bætt lánshæfismat endurspeglar
góða stöðu íslensks efnahagslífs, bætta skuldastöðu heimila og fyrirtækja og
jákvæð áhrif af frekari losun fjármagnshafta. Einnig er horft til greiðari
aðgangs Arion banka að erlendum lánsfjármörkuðum og bættrar eiginfjárstöðu
bankans í kjölfar sölu á hlutum í yfirteknum félögum. 

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Hækkun á lánshæfismati Arion banka er góður vitnisburður þess árangurs sem
hefur náðst á undanförnum árum. Þá er ég bæði að vísa til uppbyggingar Arion
banka, en fjárhagslegur styrkur bankans eykst jafnt og þétt, og íslensks
efnahagslífs sem stendur vel um þessar mundir. Bætt lánshæfismat skiptir okkur
miklu því eftir því sem lánshæfismatið er betra þeim mun fleiri alþjóðlegir
fjárfestar horfa til okkar með lánveitingar í huga og á hagstæðari kjörum.
Stærsti kostnaðarliðurinn í okkar starfsemi er fjármögnunarkostnaður og bætt
lánshæfismat hjálpar okkur að lækka þann kostnað og bjóða viðskiptavinum okkar
hagstæðari kjör.“ 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.