2010-10-29 18:50:32 CEST

2010-10-29 18:51:30 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Eyrir Invest ehf. - Fyrirtækjafréttir

Eyrir innleysir hagnað við sölu hlutabréfa í Össuri


Eyrir Invest hefur selt 5,7 milljónir hluti að nafnverði í Össuri hf. á genginu
215 ISK.  Fyrir viðskiptin átti Eyrir 68.540 þús. hluti að nafnverði sem
jafngildir 15,1% eignarhlut, eftir viðskiptin á Eyrir að nafnverði  62.840 þús.
hluti sem jafngildir 13,8% eignarhlut í Össuri. 

Umtalsverður hagnaður er innleystur við sölu hlutabréfanna. Þar sem
eignarhlutur Eyris í Össuri fer niður fyrir 15% við söluna ber Eyrir samkvæmt
reikningsskilastöðlum að bókfæra eignarhlut sinn í Össuri á markaðsvirði í stað
þess að færa hann með hlutdeildaraðferð. 

Efnahagur Eyris Invest er traustur.  Eyrir Invest er langtímafjárfestir sem
styður iðnfyriræki og sprota til vaxtar.  Eyrir er kjölfestufjárfestir í Marel
með  32% eignarhlutur og lykilfjárfestir í Össuri og hollensku
iðnaðarsamteypunni  Stork, með um 14% eignarhlut í Össuri og 17% hlut í Stork. 
Eyrir hefur verið hluthafi í Marel og Össuri frá 2004 og í Stork frá árinu
2006.  Lykileignir Eyris hafa á undangengnum árum skapað sér stöðu  sem
markaðsleiðtogar hver á sínu sviði.  Öll þessi félög standa vel og eru horfur í
rekstri  góðar.