2008-06-19 11:06:11 CEST

2008-06-19 11:07:12 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Undirritun samninga í tengslum við útgáfu Íbúðabréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði


18. júní var skrifað undir samninga hjá Íbúðalánasjóði í tengslum við útgáfu
Íbúðabréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningnum er að
styrkja aðgang Íbúðalánasjóðs að lánsfé og efla verðmyndun á eftirmarkaði. 

Frá 1. júlí  2008 hafa sex fjármálastofnanir heimild til að kalla sig:"Aðalmiðlara með Íbúðabréf". Þær eru: Glitnir banki, Kaupþing banki, Landsbanki
Íslands, MP Fjárfestingarbanki, Saga Capital Fjárfestingarbanki og  Straumur -
Burðarás Fjárfestingarbanki. 
Helstu atriði samningsins eru þessi:

• Aðalmiðlarar/Viðskiptavaki hafa einir aðgang að útboðum Íbúðalánasjóðs.

• Aðalmiðlarar/Viðskiptavakar hafa einir aðgang að verðbréfalánum sem
Íbúðalánasjóður veitir. 

• Aðalmiðlari/Viðskiptavaki skuldbindur sig til að setja fram markaðsmyndandi
tilboð í útboðum Íbúðabréfa fyrir a.m.k. 2.000 milljónir króna. 

• Aðalmiðlari/viðskiptavaki er viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir alla
markflokka Íbúðabréfa og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 100 m.kr.
að nafnvirði í hvern flokk Íbúðabréfa í OMX Nordic Exchange á Íslandi. 

• Aðalmiðlari/viðskiptavaki skuldbindur sig til þess að verðmunur kaup- og
sölutilboða hans haldist innan tiltekinna marka sem nánar eru skilgreind í
samningunum. 

• Aðalmiðlara/viðskiptavaka er skylt að endurnýja tilboð sín innan 10 mínútna
frá því að þeim hefur verið tekið. Ef aðalmiðlari á viðskipti á einum
viðskiptadegi fyrir 1.000 m.kr. að nafnvirði í tilteknum flokki er honum
heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða. 

• Samningurinn gildir frá 1. júlí 2008 til 30. júní 2009. Þóknun til allra
aðalmiðlara/viðskiptavaka íbúðabréfa á samningstímanum verður 50 milljónir
króna fyrir viðskiptavakt á eftirmarkaði og 0,15% þóknun í útboðum Íbúðabréfa. 

Meðfylgjandi er sýnishorn af samningi þar sem fram koma ýtarlegri upplýsingar
um réttindi og skyldur samningsaðila.