2013-07-08 15:07:57 CEST

2013-07-08 15:08:58 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel kaupir hluta af starfsemi Carnitech A/S


Marel hefur komist að samkomulagi við skiptastjóra Carnitech A/S um að kaupa
framleiðslu kjötblöndunar- og hökkunarvéla Carnitech fyrir um 1,5 milljónir
evra í kjölfar gjaldþrots þess þann 21. júní sl. Þrátt fyrir að viðskiptin séu
ekki stór þá fellur þessi hluti af starfsemi Carnitech vel að stefnu Marel og
styður við sterka markaðsstöðu félagsins. 

Fyrir gjaldþrotið var Carnitech í eigu American Industrial Acquisition
Corporation (AIAC), sem er óskráð iðnaðarsamsteypa sem keypti rekstur Carnitech
af Marel á árinu 2010 (sjá frétt:
https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=385
267&lang=is). 

“Kjötblöndunar- og hökkunarlínur Carnitech falla vel að stefnu Marel sem er að
vera leiðandi á þeim mörkuðum sem félagið starfar á - í  fiski, kjöti,
kjúklingi og frekari vinnslu. Við þekkjum starfsemi Carnitech frá þeim tíma sem
félagið var í eigu Marel og vitum að þar er til staðar þekking og hæfni sem mun
gera Marel kleift að þjónusta viðskiptavini sína enn betur og bjóða þeim
heildarlausnir til matvælavinnslu,” segir Sigsteinn Grétarsson,
aðstoðarforstjóri Marel. 

Með því að bæta við kjötblöndunar- og hökkunarlínum styrkist vöruframboð Marel
fyrir kjötvinnslu og frekari vinnslu þar sem Carnitech var öflugur aðili í
framleiðslu og sölu á slíkum tækjabúnaði. Samhliða viðskiptunum mun Marel bjóða
nokkrum starfsmönnum Carnitech störf hjá Marel eða sem samsvarar þeim hluta
starfseminnar sem flyst til Marel. 


Frekari upplýsingar veita:

Helga Björk Eiríksdóttir, fjárfesta- og almannatengill. Símar: 563 8543 og 853
8543. Netfang: helga.eiriksdottir@marel.com. 

Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri. Sími: 563 8000.


Um Marel

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á
fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki
í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.