2013-03-04 16:28:20 CET

2013-03-04 16:29:22 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Gerrit den Bok verður nýr framkvæmdastjóri iðnaðarseturs Frekari vinnslu hjá Marel


Marel tilkynnir með ánægju að Gerrit den Bok verður nýr framkvæmdastjóri
Frekari vinnslu (e. Further Processing) hjá fyrirtækinu frá og með 1. maí 
2013.  Staðan heyrir beint undir Theo Hoen, forstjóra Marel. Eins og tilkynnt
var hinn 14. febrúar hvarf Bert Jan Hardenbol til annarra starfa 28. febrúar
sl. 

Gerrit den Bok er fimmtugur að aldri og hefur starfað fyrir Marel í 23 ár. Hann
hefur öðlast mikla stjórnunarreynslu sem framkvæmdastjóri þjónustu hjá
iðnaðarsetri fyrir kjúkling. 

Marel óskar Gerrit den Bok velfarnaðar í nýju hlutverki hjá fyrirtækinu.