2013-11-13 08:56:24 CET

2013-11-13 08:57:25 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Uppskipting Orkuveitunnar undirbúin


Reykjavík, 2013-11-13 08:56 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Stjórn Orkuveitunnar hefur
falið forstjóra að undirbúa tillögur um uppskiptingu fyrirtækisins í samræmi
við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003, sem koma til framkvæmda 1. janúar 2014. Til
grundvallar liggur einróma niðurstaða á sameiginlegum vettvangi eigenda
fyrirtækisins; Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. 

Út frá því er gengið að sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur verði
móðurfélag í samstæðu dótturfélaga, sem hvert hefur með höndum sinn þátt
starfseminnar; lögbundin verkefni sveitarfélaga, rekstur sérleyfisveitna og
verkefni á samkeppnismarkaði. Félagsform móðurfélagsins verður þannig óbreytt
og réttindi þess, skyldur og ábyrgð eigenda á því hin sömu. 

Lagt verður fram frumvarp til nýrra laga um Orkuveitu Reykjavíkur. Því er meðal
annars ætlað að tryggja að uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur muni, ein og sér,
ekki hafa í för með sér skattalegar skuldbindingar sem ella hefðu ekki fallið
til. Uppskiptingin verður kynnt nánar þegar formlegar ákvarðanir hafa verið
teknar.