2008-04-02 10:38:54 CEST

2008-04-02 10:39:54 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

- Nýtt skipurit Tryggingamiðstöðvarinnar hf.


Eftirfarandi skipulagsbreytingar hafa átt sér stað hjá TM og tekur nýtt skipurit
gildi frá og með 2. apríl 2008.                                                 


Helstu breytingar                                                               

Félagið skiptist núna í sex svið, sem eru:                                      

Fjárfestingar og viðskiptaþróun                                                 
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, stýrir einnig fjárfestingum og viðskiptaþróun 

Einstaklingsþjónusta                                                            
Ragnheiður Agnarsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri vátrygginga- og          
fjármálaþjónustu TM er nú framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu.                

Fyrirtækjaþjónusta                                                              
Hjálmar Sigurþórsson, sem áður var framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM er nú      
framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu. Hjálmar er jafnframt staðgengill forstjóra 
félagsins.                                                                      

Tjónaþjónusta                                                                   
Kjartan Vilhjálmsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra tjónaþjónustu TM.  
Kjartan var áður deildarstjóri líkams-, ökutækja-, ábyrgðar- og ferðatjón hjá   
TM.                                                                             

Fjármála- og rekstrarsvið                                                       
Óskar B. Hauksson, sem áður var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs TM er nú         
framkvæmdastjóri sameinaðs fjármála- og rekstrarsviðs félagsins.                

Samskiptasvið                                                                   
Ragnheiður Agnarsdóttir, sem er framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu stýrir    
einnig samskiptasviði, sem er nýtt svið innan TM.