2016-05-18 19:16:50 CEST

2016-05-18 19:16:50 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti Englanti
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Islandsbanki hf. : Lýkur útboði sértryggðra skuldabréfa


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum sértryggðra
skuldabréfa. Óverðtryggði flokkurinn, ISLA CB 19, var boðinn út og seldust þar
1,0 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,59%. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var
einnig boðinn út og seldust þar 1,38 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 3,21%.

Heildareftirspurn í útboðinu var 3,54 ma. kr. en 67% tilboða var tekið.
Heildarstærð ISLA CB 19 að loknu útboði verður 6,84 ma. kr. og heildarstærð ISLA
CBI 26 verður 11,9 ma. kr. Heildarupphæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa
Íslandsbanka verður að nafnverði 64,23 ma. kr. að loknu útboði.

Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 26. maí.

Nánari upplýsingar veita:

  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, ir@islandsbanki.is og í síma 440 3187.
  * Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is og í síma
    440 4005.


[HUG#2013758]