2010-03-31 17:39:03 CEST

2010-03-31 17:40:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Samræming á heitum bréfa sem útgefin eru af ríkissjóði


Ákveðið hefur verið að samræma heiti á innlendum útgáfum ríkissjóðs til
samræmis við orðanotkun ýmissa annarra ríkja. Í stað þess að nefna verðtryggðar
útgáfur ríkissjóðs „Spariskírteini“ verður þess í stað notast við heitið
„verðtryggð ríkisbréf“. Á ensku mun útgefandinn hætta að nota orðið „notes“
fyrir óverðtryggð bréf en þess í stað taka upp heitið „nominal bonds“. Á næstu
viðskiptadögum verða heimasíður www.lanamal.is og www.bonds.is uppfærðar miðað
við þessar breytingar. Mælst er til þess að greiningaraðilar sem og aðrir
tileinki sér þessa orðanotkun.