2008-08-27 16:46:58 CEST

2008-08-27 16:47:58 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
MP Fjárfestingarbanki hf. - Ársreikningur

- 6 mánaða uppgjör 2008


Afkoma MP Fjárfestingarbanka hf. á fyrri helmingi ársins 2008

Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag:

•  Hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.525 m.kr. sem er 36,4% aukning
   samanborið við fyrstu sex mánuðina árið 2007. 

•  Hagnaður bankans fyrir skatta á fyrri helmingi ársins nam 1.540 m.kr. sem er
   16,5% aukning frá sama tíma í fyrra.
•  Hreinar vaxtatekjur eru 762 m.kr. á fyrstu sex mánuðunum samanborið við 159
   m.kr. fyrstu sex mánuði árið 2007. 

•  Vaxtatekjur jukust um 45,6% á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama
   tíma í fyrra og námu alls 3.190 m.kr.
•  Arðsemi eigin fjár (ROE) jafngildir 49,6% ávöxtun á ársgrundvelli fyrstu sex
   mánuði ársins 2008. 

•  Gengishagnaður af fjármálastarfsemi jókst um 8,3% á milli tímabila og er 679
   m.kr. 

•  Hreinar rekstartekjur jukust um 16,5% frá sama tíma í fyrra og námu 2.083
   m.kr. 

•  Heildareignir bankans jukust um 29,8% frá áramótum, voru 68.220 m.kr. í lok
   júní 2008, samanborið við 52.549 m.kr. þann 31. desember 2007. 

•  Laust fé bankans nam 10.742 m.kr. þann 30. júní 2008.

•  Eigið fé var 7.502 m.kr. þann 30. júní 2008 sem nemur 21,3% aukningu frá 31.
   desember 2007. 

•  Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar var 29,6% í lok júní 2008 samanborið við
   28,1% í árslok 2007.
•  Hagnaður á hlut var 1,43 á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við 1,04 fyrir
   sama tímabil á síðasta ári sem nemur 37,5% hækkun.
•  Fjöldi starfsmanna eru 50 þann 30. júní 2008 samanborið við 41 starfsmenn á
   sama tíma í fyrra. 

Frekari upplýsingar veitir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP
Fjárfestingarbanka. Sími +354 540 3200. 

Afrit af ársreikningi bankans má finna á heimasíðu bankans, www.mp.is.