2011-03-23 19:09:00 CET

2011-03-24 09:53:15 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 Borgartún - Ársreikningur

Ársreikningur fagfjárfestasjóðsins LFEST1 vegna ársins 2010


Fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 sem er í rekstri Stefnis hf. gaf út skuldabréf
tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2010. 

Enginn hagnaður varð á rekstri sjóðsins á árinu samkvæmt rekstrarreikningi. 
Hrein eign sjóðsins nam einni milljón króna samkvæmt efnahagsreikningi. 
Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG ehf. í samræmi við alþjóðlega
endurskoðunarstaðla. Það er álit KPMG ehf. að ársreikningurinn gefi glögga mynd
af afkomu sjóðsins á árinu 2010, efnahagi hans 31. desember 2010 og breytingu á
hreinni eign sjóðsins á árinu 2010, í samræmi við lög um ársreikninga og reglur
um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða. 

Eigið fé Stefnis hf., sem er rekstrarfélag LFEST1, nam 2.214 millj. kr. í lok
árs 2010 samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað
er samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, er 108% en samkvæmt lögum
má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka
hf. og er A-hluti ársreiknings félagsins hluti af samstæðureikningi bankans. 

Hægt verður að nálgast ársreikning sjóðsins frá og með deginum í dag hjá Stefni
hf., Borgartúni 19, Reykjavík. 

Nánari upplýsingar um ársreikning LFEST1 veitir Þorkell Magnússon sjóðstjóri, í
síma 444 7472.