2013-12-04 01:29:16 CET

2013-12-04 01:30:17 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Breytingar á stjórn Íbúðalánasjóðs.


Kristrún Heimisdóttir hefur vikið úr stjórn Íbúðalánasjóðs þar sem hún er að
taka að sér nýtt starf sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 

Velferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur skipað Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur í stjórn Íbúðalánasjóðs í stað Kristrúnar. 

Steinunn útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1986 og
BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1992. Þá stundaði hún nám í opinberri
stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2006-2007. 

Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1994-2007 og var borgarstjóri Reykjavíkur
frá 2004 - 2006.  Hún sat á Alþingi 2007 - 2010.  Þá var hún varaforseti
Alþingis  og sat sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu í Strassborg 2009 - 2010.  
Hún hefur starfað sem sérfræðingur í Innanríkisráðuneytinu frá 2011. 

Steinunn hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. setið í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur 1998-2004, þar af sem varaformaður 2002-2004. Hún sat í stjórn
Lánatryggingasjóðs kvenna 1998-2004 og svo aftur 2011-2013, þá sem formaður.
Hún var formaður almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins 2004-2006, sat í
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2002-2007, í stjórn Landsvirkjunar
2006-2007, í stjórn Faxaflóahafna 2006-2008 og í stjórn Lífeyrissjóðs
starfsmanna Reykjavíkurborgar 2006-2008.